Melinda Lee – Uncensored Interview

Sagan af Uncensored Interview fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Endurréttindi á leyfum í hagnaðarskyni

Þegar Melinda Lee, stofnandi Uncensored Interview(ísl. óritskoðað viðtal), stjórnaði viðskipta- og lögfræðimálum alþjóðlegu og nýmiðla teymanna fyrir sjónvarpstöðina MTV, varð henni ljóst að fjölmörg frábær tækifæri töpuðust vegna þess að MTV hafði ekki réttindi á tilteknu efni. Núna er hún einbeitt á að fá – og gefa – réttindi fyrir Uncensored Interview, myndbandsframleiðslu- og leyfisfyrirtæki sem býður upp á viðtöl við listamenn handa aðdáendum og framleiðendum.

UI hefur stýrt yfir 1.000 viðtölum við bönd og persónuleika – þar á meðal Henry Rollins,Margaret Cho, Juliette Lewis og Moby – klippt niður í 25.000 klippur. Flestar af þessum klippum eru fáanlegar með hefðbundnari leyfum, og réttindin á þeim eru keypt til notkunar í sjónvarpsþáttum, hlaðvörpum og auglýsingum. En í mars 2009 gaf UI út 2.000 af þessum klippum með frjálsasta Creative Commons leyfinu, CC BY, sem leyfir hverjum sem er að nota efnið til notkunar í hagnaðarskyni.

“Við viljum sjá hvað fólk finnur upp á,” segir Lee. “Við viljum sjá hvað fólk er að gera og veita því rými í framleiðsluplönum okkar.” Aðdáendur hafa endurblandað mismunandi lýsingar listamanna UI á hugmyndaríkan hátt, sem gefur Lee innblástur sem hún innleiðir í sína eigin efnissköpun.

Getty Images, sem er þekkt fyrir þær ströngu höfundarréttarreglur sem beitt er á efni þeirra, hefur nýlega byrjað samstarf með UI. Sumar af sömu klippunum sem eru fáanlegar með CC-BY leyfum eru einnig fáanlegar á platformi Getty. Lee bendir á að þetta tvennt útilokar ekki hvort annað. “Skalanlegt efni er virkilega mikilvægt fyrir okkur. Við viljum vera í samstarfi við eins marga og mögulegt er.”

Uncensored Interview er að bæta við sig frá viðtölum við tónlistarfólk út í mat, íþróttir og rithöfunda, og munu halda áfram að gefa út klippur með Creative Commons leyfum. “Þetta snýr leyfis módelinu alveg við,” segir hún og útskýrir að CC hefur hjálpað við að minnka þörf fyrirtækisins hennar til að eyða tíma í að skýra grunnréttindi. “Þetta er miklu minni vinna fyrir mig.”

“Við viljum sjá hvað fólk er að gera og veita því rými í framleiðsluplönum okkar.”

MEIRI UPPLÝSINGAR Á: http://www.uncensoredinterview.com

Posted in Creative Commons, Power of Open | Leave a comment

IntraHealth – Heather LaGarde

Sagan af IntraHealth fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Byggja heilbrigt samstarf

Það er erfitt að fylgjast með heilbrigðisstarfsmönnum í Afríku – þeir eru stöðugt á ferðinni, og skortur á góðu tölvukerfi til að fylgjast með ferðum þeirra skapar oft ringulreið. Svo árið 2009, hleypti IntraHealth International af stokkunum IntraHealth Open, frumkvæði til að þróa opna hugbúnaðartækni til að styðja við samskipti fyrir og milli heilbrigðisstarfsmanna.

Með þessu verkefni, munu þeir sem útvega heilbrigðisþjónustu samfélaga geta deilt leiðbeiningum gegnum textaskilaboð, veitt þjálfun og prufanir, og rakið sjúkdóma og lyfjabirgðir. Hvort birgðir séu fáanlegar verður vaktað gegnum textaskilaboð með því að nota miðlægt gagnakort tengt við heilbrigðisráðuneytin, og læknarnir munu geta deilt heilsu-ábendingum yfir ríkismörk með Google Health.

“Við erum að vonast til blöndunar á tækni og alþjóðlegri heilsu þannig að tækniframfarir geti verið búnar til með meiri staðbundnu vægi, áhrifum, og afkastagetu og verði nýttar betur í raunheims forritum,” segir Heather LaGarde, samstarfsráðgjafinn fyrir IntraHealth International. “Við notum opinn hugbúnað sem grunn af því að hann hámarkar samvinnu og byggir staðbundna hæfileika. Hann leyfir nýjungum að vera deilt með öðrum og er sniðinn að hverju landi með lágmarksstuðningi frá IntraHealth.”

Til að tilkynna útgáfu þessarar vöru, fór IntraHealth í samstarf með Grammy-verðlauna söngvaranum  Youssou N’Dour og fleiri listamönnum, þar á meðal  Nas, Duncan Sheik, Toubab Krewe, DJ Equal, Peter Buck, og Estelle, til að búa til endurblandaðar útgáfur af N’Dour laginu “Wake  Up (It’s Africa Calling)”, gefnum út undir Creative Commons. Endurblöndunarkeppni sem fylgdi í kjölfarið endaði með meira en 500 innleggjum alls staðar að úr heiminum, öll einnig fáanleg með CC leyfum. Með notkun Creative Commons tóla, gátu lögin dreifst frjálst og vakið meðvitund um og stutt við IntraHealth og takmark þeirra.
“Við notum opinn hugbúnað sem grunn af því að hann hámarkar samvinnu og byggir staðbundna hæfileika.”

MEIRI UPPLÝSINGAR

http://www.intrahealth.org

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Ficly – Kevin Lawver

Sagan af Ficly fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Samunnar sögur

Árið 2007 byggði Kevin Lawver, kerfishönnuður hjá AOL (America Online), Creative Commons sögusíðu sem hann kallaði Ficlet í AOL kerifnu. Lögfræðingar AOL voru hikandi í fyrstu. ,,Þegar þeir fóru að skoða CC BY-SA leyfið, áttuðu þeir sig á því að það var fullkomið og að það þyrfti ekki neina aðra skilmála fyrir efnið annað en að samþykkja þetta leyfi.”

Á Ficlet gat hver sem er sent inn efni í bókmenntalegt samstöppunarverkefni með því að bæta við forsögu eða framhaldi við stutta 1024-bæta sögubúta sem aðrir höfðu sett saman og voru gefnir út undir CC leyfi. Á tæpum tveimur árum höfðu 12.000 notendur skrifað samtals 48.000 sögur. Þetta fangaði jafnvel athygli þekktra höfunda eins og rithöfundarins John Scalzi og Wil Wheaton, leikara úr ,,Star Trek: The Next Generation”.

Í janúar 2009 ákvað AOL að taka Ficlet niður og henda öllu efninu frá notendunum sem var hýst á Ficlet. Sem betur fer var allt gefið út undir CC leyfi þannig að Lawver náði að bjarga og endurútgefa mest allt efnið á löglegan hátt á nýrri síðu.

Í dag heldur Lawver úti nýrri bókmenntalegri samstöppunarsíðu, Ficly, með fleiri en 21.000 sögum sem gefnar eru út undir CC leyfum og eru skrifaðar af 3.000 notendum sem vinna saman. Síðan í maí 2009 hafa notendur Ficly um allan heim sent inn nýtt efni, sem hefur verið skoðað yfir 2 milljón sinnum. Einn notandi tók nokkur hundruð sögur sem aðrir notendur völdu og gaf sjálfur út Ficly safnbók. ,,Ég elska að búa til hluti sem hvetur fólk til þess að vera skapandi,” segir Lawver.

,,Þegar þeir fóru að
skoða CC BY-SA leyfið,
áttuðu þeir sig á því
að það var fullkomið og
að það þyrfti ekki neina
aðra skilmála fyrir
efnið annað en að
samþykkja þetta leyfi.”

ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR

http://www.ficly.com

Kaflinn er tekinn úr The Power of Open bókinni sem er gefin út undir Creative Commons Attribution.

Posted in Power of Open | Tagged , , , , | Leave a comment

Krossgatur.gatur.net

Sagan af krossgátum undir CC-leyfum frá Braga Halldórssyni, fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Krossgátur og lausnir fyrir alla

Bragi Halldórsson semur krossgátur fyrir dagblöð. Þær eru allar einnig birtar á vefnum http://krossgatur.gatur.net, ásamt lausnum, og undir Creative Commons leyfinu BY-NC-ND.

„Þegar ég byrjaði að semja krossgátur var það fyrir Fréttablaðið en það vantaði pláss til að birta lausn síðustu gátu í blaðinu, sem þykir sjálfsögð þjónusta við lesendur, því hver dálksentimeter í blaði sem dreift er ókeypis er mjög dýrmætur. Ég stakk því upp á því við FBL að ég setti upp vef fyrir lausnirnar. Svo þar sem búið var að borga mér einu sinni fyrir að semja hverja krossgátu fannst mér sjálfsagt að allir ættu að hafa aðgang að þeim eftir það og ég ekki að fá greitt mörgum sinnum fyrir sömu vinnuna. Því setti ég jafnframt hverja krossgátu óleysta á þennan vef svo fólk gæti prentað þær út og glímt við þær hvenær sem það vildi,” segir Bragi.

Krossgáturnar eru til dæmis mikið prentaðar út á sjúkrahúsum, sérstaklega á næturvöktum þegar rúmliggjandi fólki sem ekki getur sofið vantar eitthvað að hafa að gera. Eins er mikið af Íslendingum búsettum erlendis sem nota þær til að viðhalda íslenskunni og að æfa börnin sín í málinu.

Bragi hefur gert þetta við allar krossgátur sem hann hefur samið í sex ár eða frá árinu 2005. Því eru komnar æði margar gátur á þennan vef eða yfir 300 krossgátur ásamt lausnum þeirra. “Til þess að tryggja það að fólk hefði óheftan aðgang og not af þessum gátum fannst mér því eðlilegast að skrá þær undir CC höfundarleyfi, en þó með þeim takmörkunum að ekki mætti nýta þær sér í hagnaðarskyni svo enginn ætti það á hættu að vera plataður til þess að kaupa þær, sem dæmi í einhverju krossgátublaði, þar sem þær væri til ókeypis annarstaðar, það er á þessum vef,” segir Bragi.

Að nota CC höfundarleyfi gerir honum kleift að veita fólki óheftan aðgang að krossgátunum, með vissum takmörkunum þó. “Venjuleg höfundarvernd veita mér ekki þennan sveigjanleika sem CC höfundarleyfi veitir mér. Það að leyfa óheftan aðgang að krossgátunum rýrir ekki möguleika mína á því að selja nýjar krossgátur heldur frekar eykur þær. Með því að hafa þær allar á netinu gerir hverjum og einum sýnilegt hverskonar krossgátusmiður ég er og auglýsir mig sem slíkan, þannig auka þær í rauninni möguleika mína á því að fá verkefni og geta samið og selt nýjar gátur, því fólk vill alltaf fá nýjar og nýjar gátur þótt það hafi óheftan aðgang að eldri gátum.”

Að lokum bætir Bragi við, “annar kostur fyrir mig við CC höfundarleyfi er sá, að þar sem mikið er til af CC ljósmyndum og teikningum á netinu, þá er auðvelt fyrir mig að finna og fá að nota myndir í krossgáturnar sem aftur gerir mér kleift að selja þær ódýrari en ella. Þannig njóta allir góðs að því mikla magni CC höfundarleyfðra mynda sem í boði er í dag.“

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Scott Nickrenz – Isabella Stewart Gardner safnið

Sagan af podcasti með klassískri tónlist frá Isabella Stewart Gardner safninu í Boston fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Klassísk tónlist fyrir fjöldann

Isabella Stewart Gardner safnið í Boston er yfir aldar gamalt og býr yfir meira en 2.500 listaverkum, en það er einnig heimili framsæknustu hreyfingu í klassískri tónlistardreifingu. Til viðbótar við yfirgripsmikið listaverkasafn, á safnið yfir 100 klukkustundir af lifandi flutningum vistað á geisladiskum. Í mörg ár var ekkert hlustað á þessa tónlist. Svo í september 2006 hleypti safnvörðurinn Scott Nickrenz af stokkunum “The Concert”, hlaðvarp með klassískri tónlist. “Um leið og ég heyrði af Creative Commons leyfinu, vissi ég að það var eitthvað sem við þyrftum að gera,” segir Nickrenz. ”Að gera þessar hágæða upptökur frjálsar og deilanlegar var okkur mjög mikilvægt frá byrjun”.

The Concert” er í loftinu í 45 mínútur aðra hvora viku, og árangur þess er að mörgu leyti til kominn útaf opnu aðgengi þess. “Á fyrstu 6 vikum hlaðvarpsins og tilveru tónlistarsafnsins, fengum við meira en 40.000 niðurhöl frá 83 löndum, sem var áður óheyrt fyrir klassískrar tónlistar hlaðvarp og við erum núna að meðaltali með um 50.000 niðurhöl á mánuði,” segir Nickrenz.

Frá og með desember 2010, hefur “The Concert” verið niðurhalað meira en 1,8 milljón sinnum af hlustendum í 190 löndum, frá Azerbaijan til Króatíu. “Kannski það minnistæðasta var þegar haft var samband við okkur frá nunnum í Fillipseyjum sem reka án-gróða útvarpsstöð. Þökk sé CC er þeim kleift að deila frábærri klassískri tónlist frá Gardner með hlustendum sínum.”

“Um leið og ég heyrði af Creative Commons leyfinu, vissi ég að það var eitthvað sem við þyrftum að gera, að gera þessar hágæða upptökur frjálsar og deilanlegar var okkur mjög mikilvægt frá byrjun”.

Isabella Stewart Gardner safnið í Boston er yfir aldar gamalt og býr yfir meira en 2.500 listaverkum, en það er einnig heimili fra
Posted in Creative Commons | Leave a comment

Friðjón Stefánsson – Hinn óséði vegur

Sagan af ljóðabókinni Hinn óséði vegur eftir Friðjón Stefánsson fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Gömul ljóð í nýrri dreifingu

Friðjón Stefánsson var, ásamt öðrum verkum, rithöfundur sem skrifaði töluvert af smásögum. Það hafa komið út eftir hann 7 smásagnasöfn en auk þess skrifaði hann töluvert af ljóðum. Sum af þessum ljóðum birtust í tímaritum og dagblöðum á meðan hann lifði. Eftir lát hans lá töluvert af þessum ljóðum eftir hann bæði í bundnu máli og óbundnu. Í tilefni af 100 ára afmæli hans langaði nokkra afkomendur hans að gefa þessi ljóð út. Tilgangurinn var fyrst og fremst að dreifa þeim til annarra í fjölskyldunni en einnig að leyfa öðrum að njóta þessara ljóða. Afkomendur Friðjóns tóku þess vegna saman þessi ljóð og gáfu út bókina Hinn óséði vegur.

“Þar sem að tilgangurinn með útgáfunni var ekki fjárhagslegur ávinningur, ljóðabækur seljast yfirleitt ekki í bílförmum, langaði okkur til að leyfa hverjum sem er að njóta efnisins“ segir Friðjón Guðjohnsen, afasonur Friðjóns Stefánssonar. “Creative Commons er líklega þekktasta tegundin af leyfum fyrir opið efni og því varð það fyrir valinu. CC hafa nokkrar útgáfur sem geta virkað sem sniðmát fyrir mismunandi leiðir. Það er frábært að geta nýtt sér það sem aðrir hafa sett fram og hugsað upp lausnir fyrir lagaleg atriði varðandi hugsanlega dreifingu.”

“Eina skilyrðið sem við settum okkur var að það væri á hreinu hver höfundurinn er. Þar sem höfundurinn sjálfur er látinn fannst okkur ekki við hæfi að leyfa afleidd verk, þótt auðvitað útilokum við ekki neitt. Þar spilar líka inni í sæmdarréttur, þar sem efnið stendur okkur nálægt viljum við áskilja okkur rétt varðandi það hvernig verkin yrðu notuð í öðrum tilgangi. Okkur fannst BY-NC-ND Creative Commons leyfið smellpassa fyrir það sem við höfðum í huga.”

Bókin, Hinn óséði vegur, er aðgengileg á  http://tiny.cc/foom1 , þar sem stafræna útgáfan er ókeypis til niðurhals en einnig er hægt að panta innbundið eintak.

“Þar sem að tilgangurinn með útgáfunni var ekki fjárhagslegur ávinningur, .. , langaði okkur til að leyfa hverjum sem er að njóta efnisins”

Þar sem að

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Nicolás Alcalá – Riot Cinema

Sagan af kvikmyndinni The Cosmonaut frá Riot Cinema Collective fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Fyrst dreifing, svo gróði.

Þegar spænska óháða kvikmyndafyrirtækið Riot Cinema Collective byrjaði að vinna að vísndaskáldsögu-kvikmynd kallaðri The Cosmonaut, vildi það forgangsraða útbreiddri dreifingu á undan gróðamarkmiðum. Svo hópurinn gaf út öll allt efni stiklu kvikmyndarinnar undir Creative Commons leyfinu BY-SA.

Niðurstaðan varð til þess að Riot Cinema sá möguleikana í að gefa efni út undir CC. Einn aðdáandi sendi inn frumgert listrænt efni sem varð að opinbera kvikmyndaplakatinu. Annar aðdáandi endurbætti hluta af handritinu, sem varð hluti af endanlega handritinu. Endurblöndunarkeppni af stiklunni fékk yfir 90 innlegg alls staðar að úr heiminum, og Riot Cinema Collective notar þessi aðdáendaverk til að kynna The Cosmonaut á ráðstefnum. Svipuð samvinna með ljósmyndasíðunni Lomography leiddi til yfir 400 ljósmynda.

Þegar kvikmyndin er tilbúin, verður allt efni hennar gefið út undir tveimur mismunandi CC leyfum: BY-NC-SA fyrir há-upplausn útgáfuna, og BY-SA fyrir lág-upplausn. “Við drögum þær ályktanir að ef þú ert kvikmyndahús, on-demand platform, dagblað eða sjónvarp, muntu þurfa há-upplausn útgáfuna og ná samkomulagi við okkur.” segir stofnandinn Nicolás Alcalá. “En ef þú ert í litlum amatör kvikmyndaklúbb eða kvikmyndahúsi í þriðjaheimslandi og þú hefur ekki peninga til að sýna myndina, geturu gert það með lág-upplausn útgáfunni í fjárhagslegum tilgangi.

Alcalá hefur séð kostina við að gefa kvikmyndir út með CC-leyfum á annan hátt líka. “Eigandi tónlistarfyrirtækis í Berlín sagði okkur að hann ætlaði að biðja nokkur af böndunum hans að gera lög með innblæstri frá The Cosmonaut, gefa þau út með CC, og búa til mjög svala plötu á USB kubbi til að hafa með sem varning myndarinnar. Hann borgar fyrir það, en deilir gróðanum með okkur.”

“[Ef] þú hefur ekki fjármagn til að sýna kvikmyndina, getur þú gert það með lág-upplausn útgáfunni í fjárhagslegum tilgangi.”

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Vincent Moon

Sagan af kvikmyndagerðarmanninum Vincent Moon fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Lifir á CC hátt

Verðlaunahafa-kvikmyndagerðarmaðurinn Vincent Moon er nokkurs konar flakkari. Hann á ekkert heimili og varla neina hluti: einungis nokkur föt, bækur, nokkra harða diska, upptökutæki og vel notaða fartölvu. Hann hefur einnig einstakan hæfileika að gera draumgerðar, músíkalskar kvikmyndir.

Öll upprunaleg verk Moon’s eru gefin út undir Creative Commons BY-NC-SA leyfi, sem þýðir að hver sem er getur dreift eða breytt þeim, svo lengi sem höfundar er getið og notkun er ekki í fjárhagslegum tilgangi.

“Ég lifi lífi mínu nokkurn veginn undir Creative Commons leyfi” segir hann, og leggur áherslu á að hann sé virkur þátttakandi í deili hagkerfinu sem CC hjálpar við að auðvelda. “Ég bý til kvikmyndir í skiptum við að fá stað til að vera á og fá eitthvað að borða. Myndirnar mínar eru afsökun til að hitta fólk, ferðast og læra: myndavélin er mitt samfélagslega verkfæri.”

Síðan hann byrjaði á þessum lífstíl fyrir tveimur árum, hefur líf þrjátíu-og-eins-árs-ingsins farið andstæða leið frá misheppnuðu ástarsambandinu sem varð til þess að hann fór á flakk. Mynd hans frá 2009, “La Faute Des Fleurs” vann Hljóð- og myndverðlaunin á Kaupmannarhafnar alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni og serían hans “Take Away Show” – sem á hlutlausan hátt sýnir frá tónlistarmönnum alls staðar að úr heiminum – er gríðarlega vinsæl á YouTube. Moon er núna að vinna að nýju verkefni, “Petites Planetes”, safni af sjónrænum hljóðupptökum frá ferðalögum hans. “Ég er á leitarför um heiminn að reyna að endurskilgreina hlutverk “skaparans” í okkar kynslóð. CC-leyfið er gríðarmikilvægur partur af því.”

“Ég lifi lífi mínu nokkurn veginn undir Creative Commons leyfi”

Posted in Creative Commons, Power of Open | Leave a comment

OpenOffice.is – Guðjón Ólafsson

Þá erum við komin með fyrstu íslensku söguna okkar fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Handbók um OpenOffice á íslensku

Þegar tekin var ákvörðun um það í VMA (Verkmenntaskólanum á Akureyri) að fara út í notkun á opnum hugbúnaði árið 2009, uppgötvaðist að það var ekki til neitt kennsluefni á íslensku um opinn hugbúnað. VMA vildi kenna notkun á OpenOffice.org hugbúnaðarvöndlinum og því var farið út í að þýða handbókina með honum. Farin var sama leið og OpenOffice.org gerir og efnið gefið út undir CC-BY. Sett var á fót samstarfsnefnd innan skólans sem sá um að skipta með sér verkum. Í henni voru Sigurður Hlynur Sigurðsson, Gunnar Möller, Ævar Ragnarsson, Rósa María Björnsdóttir og Guðjón Ólafsson.

Ákveðið var að hafa verkið í tvennu lagi: annars vegar að þýða handbókina svo til væri uppflettirit um kerfið og hins vegar að setja saman vinnubók með verkefnum fyrir nemendur. Gert var ráð fyrir því frá upphafi að handbókin yrði prentuð í nokkrum eintökum, en færi annars öll inn á Wiki vef sem komið var upp í því skyni: http://openoffice.is.

“Verkefnabókina vorum við sammála um að prenta fyrir nemendur, enda töldum við að nemendum nýttist hún betur þannig. Vinna er nú í gangi að setja verkefnabókina inna Ẃiki vefinn líka.” sagði Guðjón Ólafsson, einn af nefndarmönnum. “Creative Commons hefur reynst okkur mjög vel. Ég persónulega er ánægður ef ég þarf ekki að borga fyrir það sem ég nota, en er ekki að brjóta lög við það.”

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Við höfum stjórnina

Power of Open verkefnið hefur verið í stuttri hvíld síðustu daga vegna ráðstefnunnar You Are In Control. Um helgina komumst við upp í næstum því upp 60%. Þetta er ótrúlegur árangur miðað við að hugmyndin að þýðingunni var send út á hádegi á föstudag.

You are in control ráðstefnan hefur annars verið mjög áhugaverð og það myndaðist mjög góð umræða í kringum Creative Commons. Mathias Klang frá Creative Commons í Svíþjóð var einn af aðalfyrirlesurunum og tók þátt í pallborðsumræðum. Auk þess skipulagði hann ásamt Berglindi Ósk Bergsdóttir, Smára McCarthy og Silju Suntola frá Creative Industries í Finnlandi vinnustofu um Creative Commons.

Þannig Creative Commons hefur fengið að hljóma í eyrum listamanna og þeirra sem vinna við og tengjast skapandi iðnaði. Ráðstefnunni lýkur í dag en eftir að henni lýkur verður farið á fullt aftur við þýðingar og vinnu við The Power of Open.

Posted in Power of Open | Tagged , , , , , , | Leave a comment