Dæmi um CC verk

Heimur hugverka undir Creative Commons leyfum fer sífellt stækkandi. Fleiri og fleiri aðilar nota CC leyfi fyrir sitt efni og nota efni annarra undir CC í sínu efni. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um aðila og vefsíður sem nota CC á einn eða annan hátt. Ef þú veist um áhugaverð dæmi sem ættu að vera birt hér fyrir neðan, sérstaklega íslensk dæmi, endilega láttu Creative Commons Ísland vita af þeim.

Tungumálatorg

TungumálatorgMeð það að leiðarljósi að búa til vettvang á netinu fyrir nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf hvetur Tungumálatorg til notkunar á Creative Commons leyfum á því efni sem sett er á síðuna. Í þeim tilvikum þar sem efni er varið með ákvæðum höfundaréttar er það merkt sérstaklega. Með því vilja aðstandendur Tungumálatorgs að þær gagnlegu upplýsingar sem settar eru á vefinn nýtist sem flestum, Íslendingum og erlendum aðilum. Vefurinn sjálfur og þátttaka í netsamfélagi Tungumálatorgs er öllum að kostnaðarlausu og höfundarétthafar sem setja efni inn á vefinn hafa gefið leyfi til þess að efnið sé notað samkvæmt skilmálum Creative Commons.

Wikipedia

WikipediaNýlega breytti Wikipedia leyfislíkaninu sínu frá því að allt efni sé undir GNU Free Documentation License til þess að efnið sé undir Creative Commons leyfi þar sem höfundar er getið og sömu dreifingarskilmálar eiga við um afleidd verk (CC BY-SA). Heimsins stærsta samvinnualfræðiorðabók ákvað að leggja út í þessa breytingu eftir að atkvæðagreiðslu samfélagsins að baki Wikipedia og af góðri ástæðu. Með því að nota CC BY-SA gerir Wikipedia (og allar Wikimedia síðurnar) það mögulegt að efni flæði löglega inn og út úr síðunni með auðveldum hætti. Þannig getur stærsta menningarauðlind stafrænu byltingarinnar löglega unnið með gríðarlegum fjölda svipaðra menningarstofnana.

Al Jazeera

Snemma árs 2009 hrinti Al Jazeera fréttastofan af stað Creative Commons safni – svæði á vefsíðu sinni þar sem þau setja upp myndbönd undir CC-BY leyfi. Þessi myndbönd voru tekin upp á Gazasvæðinu og sýna margar hliðar deilunnar milli Israels og Palestínu. Meðan vestrænir miðlar höfðu lítinn aðgang að svæðinu voru Al Jazeera mjög virkir á svæðinu, og sem afleiðing af því var myndefnið upplýsandi og nytsamlegt. Nú gátu allir nýtt sér kvikmyndaefndaefni frá þessu deilusvæði, bæði almenningur og sjónvarpsstöðvar í samkeppni við Al Jazeera, með því einu skilyrði að Al Jazeera fengi viðurkenningu. Nýlega hefur Al Jazeera einnig opnað bloggvef þar sem blaðamenn og aðrir hjá Al Jazeera skrifa um málefni líðandi stundar undir CC-BY-NC-ND leyfi.

Flickr

Ljósmyndavefurinn Flickr var eitt fyrsta stóra vefsvæðið sem ákvað að bjóða upp á Creative Commons leyfi, en með því gafst ljósmyndurum um allan heim kost á að deila ljósmyndum með þeim skilyrðum sem þeim hentaði. Þegar Flickr vefurinn stækkaði fjölgaði myndum undir CC-leyfi; nú eru um 100 milljón ljósmyndir undir CC leyfum á Flickr. Með því er vefurinn orðinn eitt gagnlegasta tólið frir þá sem vilja nálgast efni sem það má nota, deila og breyta á löglegan hátt.

Nine Inch Nails

Þegar Trent Reznor ákvað að hrista upp í tónlistargeiranum með nýju dreifingarlíkani ákvaðu Nine Inch Nails að nota Creative Commons sem leyfi. Þótt þeir hafi gefið fyrsta diskinn úr Grammy-tilnefndu safnverkinu Ghosts I-IV frítt á netinu þá seldu þeir hinar ýmsu samsetningar af vörunni, sem var varið með CC-BY-NC-SA leyfi. Sérstök safnútgáfa sem var takmörkuð við 2500 eintaka upplag dró inn $750.000 í tekjur fyrir hljómsveitina, og Ghosts varð söluhæsta MP3 safnið á Amazon árið 2008. Næsti diskur þeirra, The Slip, var gefinn út undir sama leyfi.

Blender

Frjálsi þrívíddarhugbúnaðurinn Blender er drifinn áfram með gerð stuttra kvikmynda þar sem reynt er að ganga á mörk hugbúnaðarins. Þær kvikmyndir sem eru búnar til í þessum tilgangi eru gefnar út undir Creative Commons leyfum, en það gerir það að verkum að áhugamenn og aðrir sem vilja útvíkka þær geta tekið þrívíddarlíkönin sem lágu kvikmyndunum til grundvallar og búið til sínar eigin myndir. Til dæmis var stuttmyndin Big Buck Bunny endurblönduð sem tölvuleikur.
Big bucks bunny
Sintel

Urlyd og Tone

Urlyd Audiovisual Recording er danskt útgáfufyrirtæki sem notar Creative Commons leyfi. Nýlega gáfu þau út verk frá tónlistartvíeykinu Tone, sem blandar myndböndum og tónlist, en notkun leyfisins sköpuðu hljómsveitinni alþjóðlegan grundvöll sem annars hefði verið erfitt að ná. Urlyd reyndi að skapa nýtt viðskiptalíkan með tilraunaverkefni sem kallaðist Afritaðu þessa plötu og láttu vini þína fá hana. Tilraunaverkefnið sló í gegn. Niðurhal fór langt upp fyrir það sem þau bjuggust við og náði hámarki þegar disknum var halað niður 6000 sinnum einn daginn. Álagið á vefþjóninn hjá Urlyd var svo mikið að vefurinn þeirra fór á hliðina sem var í rauninni enn betra því þá gat fólk dreift plötunni sín á milli og platan rataði inn á The Pirate Bay. Eftir að platan var sett á The Pirate Bay náðu þau til enn stærri hóps af tónlistarunnendum því það var um leið orðið auðvelt að nálgast plötuna hvar sem er í heiminum. Tone fékk í kjölfarið boð um að spila á tónleikum bæði innan og utan Danmerkur eins og á Hróarskelduhátíðinni og South by Southwest.

Hvíta húsið

Barack ObamaObama stjórnin hefur notað Creative Commons leyfin á marga vegu, frá því að setja leyfi á ljósmyndir frá forsetakosningabaráttunni til þess að krefjast þess að þriðja aðila sett á Whitehouse.gov sé undir CC þar sem höfundar er getið. Afstaða bandaríkjastjórnar gagnvart opnum hugverkum kemur ekki á óvart, þar sem tæknistjóri hennar, Aneesh Chopra, hefur opinberað að CC leyfi hafa haft áhrif á sýn hans á hvernig hugverk eiga að vera gerð aðgengileg, deilt og endurnýtt – svo ekki sé minnst á afleidd verk, aðlögun og endurblöndun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>