S&S

Hvað hefur Creative Commons leyfi umfram hefðbundinn höfundarétt?

Hefðbundinn höfundaréttur er varinn með TRIPS sáttmálanum og svo útfærslum á höfundarétti í hverju landi fyrir sig. Þegar þú skapar verk færðu sjálfvirkt fullan höfundarétt á verkinu, en það er óþarfi að skrásetja verk sérstaklega eða setja ©-merki á það til að njóta verndar.

Afturámóti er “hefðbundinn” höfundaréttur mjög takmarkandi. Enginn má nota verkið á nokkurn án sérstaks leyfis frá höfundi, né heldur má dreifa eða breyta verkinu án slíks leyfis.

Notkunarleyfi fylgir öllu jöfnu þegar hugverk er keypt, en ef þú sem skapandi hugverks villt gefa fólki auknar heimildir til að nýta verkið án þess að fólk þurfi að setja sig í samband við þig í hvert og eitt skipti þá er Creative Commons leyfi eitthvað sem þú ættir að kynna þér.

Get ég veitt leyfi til að nota, deila og breyta án þess að nota Creative Commons leyfi?

Já. Creative Commons leyfin eru bara ein leið til að ná þessu markmiði; þú sem höfundur verks ræður alfarið hvernig þú deilir þínu verki og undir hvaða skilmálum. Kosturinn við að nota Creative Commons leyfi er að um er að ræða vel skilgreint leyfi með langa reynslu, og margir eru byrjaðir að þekkja Creative Commons leyfin. Það að búa til sérstakt leyfi í hvert skipti og flækir lagaumhverfið og veldur því að erfiðara er að vera öruggur um að skilmálar þínir séu uppfylltir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>