Tiago Serra

Tiago Serra

Í júlí árið 2008, gáfu Grammy verðlaunahafarnir í hljómsveitinni Radiohead út tónlistarmyndband við lagið „House of Cards“. Það var framleitt án myndavéla. Í stað hefðbundins myndbands, báðu þeir Aaron Koblin, listamann sem vinnur sérstaklega með stafrænt efni, að búa til stafrænar þrívíðar myndir sem litu út eins og þær væru teknar úr gömlu sjónvarpi. Þeir gáfu svo út kóðann fyrir þessum myndrænu gögnum á Google Code síðunni undir BY-NC-SA leyfi Creative Commons.

Að veita aðgang að opna grunnkóðanum leiddi til óvæntra niðurstaðna. Portúgalski Samskiptahönnuðurinn Tiago Serra, tók kóðann og bjó til sett af hnitum og prentaði með þeim afsteypu af höfði Thom Yorke með ABS plasti í þrívíddarprentara, en til þess notaði hann opna Blender hugbúnaðinum.

Serra, sem er einn stofnenda hakkarýmis í Coimbra, Portúgal og aðdáandi Radiohead og Koblin – setti myndir og myndband af framleiðsluferlinu á Flickr og Vimeo. Hann setti þrívíddar hönnunina á Thingiverse, heimasíðu þar sem notendur deila stafrænum hönnunum fyrir áþreifanlega hluti. Kóðinn fyrir upprunalegu stafrænu gögnin voru undir leyfi CC BY-NC-SA og þar af leiðandi var vinna Serra það einnig.

Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann hóf tilraunastarfsemi með höfuð Yorkes, hefur Serra fylgst með því hvernig fólk leikur sér að verki sínu. „Ég tek alltaf upp verkferlið með ljósmyndum og myndbandi því mér finnst mikilvægt að deila því. Ég hef lært mikið með öðrum sem gera hið sama og mér finnst að ég verði að gefa til baka“.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

One Response to Tiago Serra

  1. Pingback: terrance

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>