Robin Sloan – Dreifing er markmið leiksins

Robin Sloan

Robin Sloan veit að hefðbundna leiðin til útgáfu er hlaðin hindrunum og ein sú stærsta er ósýnileikinn. Þannig að höfundurinn á bakvið nokkrar smásögur og menningarbloggið Snarkmarket, sem býr í San Francisco, fór aðrar leiðir. Hann fékk styrki til að gefa út fyrstu skáldsögu sína, Annabel Scheme, með því að biðja um frjáls framlög á Kickstarter, heimasíðu sem hjálpar listamönnum og öðrum listamönnum að finna stuðningsaðila fyrir verkefni sín.

Til að efla stuðning við verkefnið, og svo að aðrir gætu afritað og dreift bók sinni bæði á stafrænu og hefðbundnu formi, lofaði hann að gefa bókina út undir Creative Commons leyfi. Annabel Scheme safnaði á endanum 10.000 dollurum meira en upprunalegt markmið Sloan‘s var og hlaut titilinn besta Kickstarter verkefni ársins 2009.

Sloan hvetur fólk hiklaust til að skapa frekari verk út frá sínu. „Ég vildi að fólk nýtti sér persónurnar og umgjörðina og að það gerði skapandi hluti með þeim. Creative Commons leyfið var meira en hlutlaust leyfi til þess, ég notaði það algjörlega til að hvetja til endursköpunar. Svona eins og blikkandi ljós sem segir „endilega endurskapaðu þetta!“.

Sloan hvatti aðdáendur sína til að nýta opið leyfi bókar sinnar og framleiða eins áhugaverðar endurskapanir og þeim dettur í hug. Þetta varð til þess að Annabel Scheme þemalagið varð til og mögnuð þrívíð endursköpun á þeirri hliðstæðu San Francisco borg sem birtist í bókinni.

Án Creative Commons segir Sloan að áskorunin um endursköpun hefði verið mun flóknari: „Ég hefði þurft að eyða meiri tíma í að finna út hvernig ég ætti að setja það fram og útskýra það. Það hefðu verið fleiri spurningar eins og „umm, bíddu, þannig að þegar ég endurskapa, hver á verkið?“.

Creative Commons hjálpar Robin meira en bara sem leyfi, þ.e. að komast í beint samband við „hóp mögulegra samverkamanna“, skapandi fólks sem heldur áfram að deila bókinni og endurskapa með öðrum. „Fyrir rithöfund á mínu sviði snýst allt um dreifingu. Hvert auka eintak sem ratar í nýjar hendur, á hvaða hátt sem er, er sigur fyrir mig“.

Aðferð Sloans virðist vera að virka. „Annabel Scheme heldur stöðugt áfram að fá nýja lesendur á netinu“ segir hann. „Í hverri viku eru tvít um hana og ég sé fleira fólk hlaða niður PDF skjalinu. Þau kaupa Kindle útgáfuna líka!“.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>