James Patrick Kelly

James Patrick Kelly

Upp úr skúffunni, áfram til lesenda

Hinn virti vísindaskáldsagna höfundur og handhafi Hugo og Nebula verðlaunanna, James Patrick Kelly hyggst gefa nýjustu bók sína fyrir ungt fólk, einn kafla í einu í formi Creative Commons hlaðvarpa. Ef eitthvað er að marka vinsældir síðustu bókar hans, Bruni(e. Burn), þá hefur hann fulla ástæðu til að trúa á þessa aðferð.

Áður en Kelly vann Nebula verðlaunin, birti hann Bruna hjá litlum hefðbundnum útgefanda og á heimasíðu sinni í formi ókeypis hlaðvarps, í von um það að lesendahópur hans myndi stækka. Svo uppgötvaði hann Creative Commons leyfin.

„Ég hafði gefið verk mín án endurgjalds á heimasíðu minni löngu áður en Creative Commons hóf starf sitt. Þegar vinur minn Cory Doctorow kynnti fyrir mér það sem Creative Commons var að gera, var það gríðarlegur léttir að vita af því að ég var ekki einn um það að skapa hina nýju stafrænu menningu og að nú höfðum við einhvern lagalegan grunn til að standa á“ segir Kelly.

Eftir að þúsundir fleiri hlustuðu á Bruna undir Creative Commons leyfinu heldur en lásu hana, var hlaðvarpið tilnefnt til Nebula verðlaunanna árið 2007 og varð fyrsta útgefna vísindaskáldsagan gefin út undir Creative Commons til að hljóta þau verðlaun. Á stundum var hlaðvarpið svo vinsælt að vefþjónar heimasíðu Kelly‘s hrundu undan álaginu: „Mig minnir að fjöldi einstakra niðurhala hafi verið yfir 15.000. Hefði litla skáldsagan mín fengið slíka viðurkenningu hefði ég ekki gefið hana út án endurgjalds? Ég held ekki“.

Þegar allt kom til alls hjálpaði það Kelly að koma nafni sínu á framfæri í netheimum, með notum á Creative Commons leyfum. „Það er trú mín að skaðlegustu óvinir höfunda í dag séu ekki útgefendurnir, þjófarnir eða þeir sem dreifa án leyfis – óvinurinn, í mínu tilfelli allavega, er ósýnileiki. Fyrir mér er Creative Commons leið til að koma sögunum sem ég er stoltur að hafa skrifað, út úr myrkrum skápa minna og undir ljós augu lesendanna. Nafn þitt og orðspor eru gjaldmiðill hinnar nýju stafrænu aldar“.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>