Human Rights Watch

Human Rights Watch

Frá því á níunda áratugnum hefur Human Rights Watch flett ofan af réttindabrotum hvaðanæva í heiminum og birt þá í hlutlausum skýrslum sem eru lesnar af milljón manns. Rannsakendur þessara samtaka, sem hafa enga miðlæga stjórnun, eyða mörgum mánuðum í vettvangsrannsóknir til að safna upplýsingum um réttindabrot, hvort sem það sé hald og pyntingar manna grunaða um hryðjuverk á Indlandi eða mismunun gegn kynja minnihlutum í Íran. „Við greinum rétt frá því sem gerist í heiminum, ósíað af fjölmiðlum og hlutlaust, til að þrýsta á stjórnvöld og stofnanir að beita sér fyrir breytingum“ segir Grace Choi, útgáfustjóri Human Rights Watch.

Skýrslur hópsins eru aðgengilegar án endurgreiðslu, til niðurhals undir Creative Commons leyfi BY-NC-ND. „Við fengum reglulega beiðnir frá háskólum og bókasöfnum um afnot af efni okkar“ segir Choi, „Við töldum að nota Creative Commons væri góð leið til að byggja löglegan ramma til að leyfa þeim að gera það. Þetta er auðveldasta leiðin til að dreifa skýrslum okkar á sem einfaldastan máta“.

Human Rights Watch birtir á milli 90 og 100 skýrslna ár hvert, og nýlega gáfu þau út iPad smáforrit sem býður fólki aðgang að sama efni án endurgreiðslu. Samtökin eru dæmi um það hvernig raunverulega jákvæðar breytingar eru gerðar í heiminum og notkun þeirra á Creative Commons leyfum er lykilatriði í útbreiðslu þeirra til hluta heimsins þar sem innbundin eintök gætu mögulega ekki komist auðveldlega í dreifingu.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>