Hver er framtíð listar og listamanna í óendanlegum straumi sköpunar?

Sunnudagskvöldið, 22. apríl, klukkan 20:00 verður haldin Creative
Commons hugvekja (á ensku CC salon) á efri hæð Ölsmiðjunnar, Lækjargötu
10 (litla hvíta húsið á móti MR).

Við munum í sameiningu velta fyrir okkur hvernig list og sköpun hefur og
mun taka breytingum þegar tæknin opnar á þátttöku allra. Hvernig geta
listamenn lifað af þegar markaðurinn og samkeppnin stækkar sífellt meira
og sífellt hraðar? Hvernig eiga listamenn að vekja eftirtekt og athygli
þegar 86400 klukkutímum af efni er hlaðið inn á YouTube á hverjum degi?
Hvaða áhrif hefur það á sköpun og höfundarétt þegar allir skapa og
dreifa verkum sínum um Netið?

Kristín Atladóttir, doktorsnemi í hagfræði, og Ólafur Arnalds,
tónlistarmaður hefja umræðurnar og hjálpa okkur að skoða spurninguna frá
mismunandi sjónarhornum.

This entry was posted in CC hugvekja. Bookmark the permalink.

2 Responses to Hver er framtíð listar og listamanna í óendanlegum straumi sköpunar?

  1. Pingback: harvey

  2. Pingback: Gilbert

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>