Mark “Frosty” McNeill – Dublab

Sagan af Dublab fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Að depra línur á skapandi hátt

Í kjarnann er Dublab netútvarps-kollektív, sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, en það hefur fundið köllun sína sem leiðandi skapandi hljóðmyndrænna endurblöndunarverkefna. Til dæmis störfuðu Dublab og Creative Commons saman í ágúst 2008, við verkefni sem kallaðist Into Infinity (ísl. Inn í eilífðina). Listamönnum um allan heim var boðið að gera listaverk á 12 tommu “ card stock” hringi(e. 12-inch card stock circles) eða gera 8 sekúndna hljóðlykkjur, og leggja til sköpunarverk sín í laug af efni með Creative Commons leyfum. Þessi innlegg urðu partur af alþjóðlegu listasýningunni Into Infinity, sem núna inniheldur verk fleiri en 150 myndlistamanna og 110 tónlistarmanna frá Portland, Ore til Berlín.

Into Infinity var sérstaklega vinsæl í Japan. Kotobuki Hikaru, listamaður í norðlægu borginni Sapporo, notaði efni úr þessari laug til að búa til borðtennisspaða með hljóðmyndrænum stjórntækjum og skynjurum sem kveiktu á mismunandi hljóðlykkjum í hvert sinn sem spaðinn hitti boltann. Plötusnúðakollektív frá Tókýó, sem kallast “Coffee and Cigarettes band”, gerðu 30 mínútna lifandi tónlistarflutning með því að nota hljóðlykkjur frá Into Infinity meðan myndbandasnúðurinn/kvikmyndagerðarmaðurinn DBKN bjó til nýja myndræna runu byggða á efni þáttarins. Síðan CC Japan gaf út Into Infinity iPhone og iPad app seinni hluta árs 2009 hefur því verið halað niður yfir 60.000 sinnum á heimsvísu. Meira en 18.000 endurblandanir hafa verið gerðar með appinu með því að nota 155 hljóðlykkjur og innsendri grafík.

Nýjasta verkefni Dublab er kvikmynd sem kallast Light from Los Angeles (ísl. Ljós frá Borg Englanna), sem sýnir 10 mismunandi tónlistarmenn og hljómsveitir spila efni með CC leyfum. Öll upptaka verður tekin upp með Superheadz Digital Harinezumi, agnarsmárri lág-upplausnar myndavél sem býr til örlítið depraðar draumkenndar myndir. Upptökurnar og tónlistin verður öll með CC leyfum og bókin, DVD diskurinn og platan verða til sölu. “Þetta er spennandi rannsókn á hvernig þú ferð í peningagróðaferðalag stutt af Creative Commons efni, “ segir einn af stofnendum Dublab, Mark “Frosty” McNeill.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

One Response to Mark “Frosty” McNeill – Dublab

  1. Pingback: Derrick

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>