Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir – Tungumálatorg

Sagan af Tungumálatorgi fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Tungumálatorg – tungumalatorg.is – hefur það markmið að styðja við nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf með upplýsingamiðlun, efni, ráðgjöf og samskiptum um netið. Tilgangur þess er að auka samskipti skólastofnana, kennara, foreldra og ráðgjafa um málefni er varða skólastarf. Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir tvíverknað með því að samræma vinnu, samnýta efni og nýta betur krafta aðila er tengjast viðfangsefninu víða um land. Á þann hátt er hægt að spara fjármuni, auka aðgengi að hagnýtu stoðefni, efla kennara í starfi og umfram allt tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á. Torgið hefur verið byggt upp með þátttöku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Menntasviðs Reykjavíkurborgar, stofnana, sjóða og fjölmargra einstaklinga.

Tungumálatorgið er opinn vettvangur í mótun sem fjölmargir hafa komið að. Frá því að torgið opnaði í nóvember 2010 hafa nýir vefir bæst við torgið, margvísleg verkefni verið unnin, nýtt námsefni sett upp, notendum hefur fjölgað og umferð hefur aukist. Hugmyndafræði Creative Commons rímar vel við tilgang og leiðarljós torgsins og því var ákveðið að leggja áherslu á að merkja efni torgsins með Creative Commons leyfum.

Allir þátttakendur í starfssamfélagi torgsins eru hvattir til að nýta leyfin og lögð er áhersla á að kynna þau á námskeiðum og fræðslufundum er tengjast torginu. “Með þessari áherslu höfum við séð mörg dæmi um að þátttakendur endurskoði eigin viðhorf og umgengni um höfundarréttarvarið efni á netinu,” segir Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs. ”Enn vantar nokkuð upp á að skólasamfélagið þekki Creative Commons leyfin og því er ákaflega mikilvægt að kynna og breiða út þekkingu á þeim. Þetta má til dæmis gera með því að umfjöllun um höfundarrétt og Creative Commons leyfin verði hluti af námskrá og námsefni skólanna.”

Fyrir Tungumálatorgið eru Creative Commons leyfin og hugmyndafræðin sem þau byggja á afar mikilvæg því þau styðja við hugmyndina um að dreifa, deila og þróa áfram hugmyndir og efni í víðu samhengi. “Í raun má segja að Creative Commons leyfin séu mikilvæg fyrir nútímalegt skólastarf og skólaþróun í landinu,” segir Þorbjörg.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

One Response to Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir – Tungumálatorg

  1. Pingback: Micheal

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>