Sylvain Zimmer – Jamendo

Sagan af Jamendo fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Að gera tónlistarfólk markaðsvænna

Þegar tónlistarmaðurinn Sylvain Zimmer frá Lúxemborg gerði sér grein fyrir því að það væri engin góð lögleg leið til að deila tónlist á netinu með vinum sínum, ákvað hann að búa til eina. Árið 2004 stofnuðu hann og tveir aðrir Jamendo, einstakan vefverkvang sem leyfir tónlistarfólki að gera tónlist sína aðgengilega með Creative Commons leyfum fyrir hvern þann sem langar til að hlusta á hana. Fyrirtækið styðst við svokallað “freemium” módel, þannig að allt efni er ókeypis fyrir almenning, en síðan rukkar það fyrir að nota efnið á annan hátt en Creative Commons leyfin segja til um. Jamendo skiptir ágóðanum í helminga á móti tónlistarfólkinu.

Í dag eru fleiri en 40.000 plötur fáanlegar á Jamendo í formi ókeypis laga með Creative Commons leyfum sem hægt er að hala niður löglega. Tónlistarfólk hleður upp hundruðum nýrra laga á hverjum degi. Jamendo hefur fleiri en 5.000 viðskiptavini á heimsvísu, þar á meðal viðskiptavini sem greiða fyrir leyfi íhagnaðarskyni til að nota tónlist í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum.

Niðurstaðan fyrir margt tónlistarfólk hefur verið mjög aðdáunarverð. Barcelona búsetti instrumental tónlistarmaðurinn Roger Subirana Mata byrjaði á Jamendo árið 2008. Síðan hefur verið hlustað á lögin hans yfir 600.000 sinnum og hefur hann gengst inn í fleiri en 300 leyfi við viðskiptavini í hagnaðarskyni. “Þótt það virðist mótsagnarkennt, hefur það að hafa tónlist með Creative Commons leyfum gert tónlistina mína markaðsvænni, viðskiptavænni og þekktari heldur en þegar hún var innan hefðbundins viðskiptaramma,” skrifaði Mata á Jamendo bloggið.

Meðstofnandi Jamendo, Pierre Gerard, segir að Creative Commons sé grunnurinn fyrir velgengni fyrirtækisins. “Við viljum að tónlistarfólk sjái Creative Commons leyfin, Jamendo og hugmyndin um ókeypis tónlist sé raunverulegur og heillavænlegur valmöguleiki fyrir tónlistardreifingu.”

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>