Pawel Bartoszek – pabamapa

Sagan af pabamapa.com fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Vefsíðan pabamapa.com sérhæfir sig í myndrænni framsetningu gagna, til dæmis með landakortum eða öðru sem þykir henta. Síðan opnaði í september 2011 og meðal þeirra áhugaverðu verkefna sem fengist hefur verið við er íbúaþéttleiki og kort sem sýnir vinsælustu strætóstoppistöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Höfundurinn, Pawel Bartoszek er íslenskur stærðfræðingur af pólskum uppruna og hefur meðal annars starfað sem kennari við Háskóla Reykjavíkur, sat í Stjórnlagaráði og skrifar vikulegar greinar í Fréttablaðið.

Segja má að að blanda af hugmyndafræði, leti og félagsfælni hafi ráðið því að Pawel fór að notast við Creative Commons leyfi. “Það er gríðarlega tímafrekt að afla leyfis fyrir hverja einustu mynd, eða töflu sem menn hyggjast nota og frá mér séð kom það aldrei til greina að vera á gráu svæði með notkun á slíkum gögnum. Það tekur því einfaldlega skemmri tíma að nota CC-efni”, segir Pawel “Á sama hátt met ég það mér til hagsbóta á þessum stað í rekstrinum að það efni sem ég sendi frá mér fari sem víðast og að fólk geti notað myndir frá pabamapa án þess að biðja um leyfi. Leyfin henta mér því bæði sem þiggjanda og sem höfundi”.

Pabamapa nýtir sér oftast CC-BY-SA 3.0. Vefsíðan er tekjulind fyrir Pawel svo hann notar alltaf efni sem leyfir notkun í hagnaðarskyni. Hann þurfti meðal annars leyfi sem gerði mögulegt að nota myndir annarra og breyta þeim. “Þannig að það efni sem fæ frá öðrum, og hafa þetta leyfi, þarf að skila áfram með þannig sama leyfi. En ég nota þetta leyfi einnig fyrir það efni sem ég framleiði sjálfur frá grunni. Það er náttúrlega bara “creative common sense”, mér líka þessi leyfi og ég vil að þau fari sem víðast”.

Pawel segir að lokum halda að CC-leyfin séu auðskiljanleg og henti vel fyrir dýnamískt umhverfi internetsins. “Ég myndi gjarnan sjá þau dafna, til dæmis í tónlist, því að ég held að fyrir þorra þeirra sem eru að skapa eitthvað í dag eru þetta leyfin sem henti best”.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>