Birte Harksen – Börn og tónlist

Sagan af vefsíðunni bornogtonlist.net.

Frjálsar upplýsingar um tónlistarstarf fyrir leikskólabörn

Vefsíðan og hugmyndabankinn http://bornogtonlist.net varð til upp úr þróunarverkefninu “Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskólum” sem Birte Harksen fékk styrk til frá Þróunarsjóði leikskóla árið 2007-8 og aftur 2008-9. Verkefnið gekk út á að finna leiðir til að auka fjölbreytni í tónlistarstarfi í leikskólum og fella það betur inn í hið almenna starf. Auk þess var markmiðið að miðla upplýsingum og hugmyndum varðandi þetta til leikskólakennara og annarra sem starfa með börnum. Á vefsíðunni má m.a. finna upplýsingar um hljóðfæri, leiki, dansa, sögur og tónlist, allt sérstaklega gert fyrir leikskólabörn.

Eftir að þróunarverkefninu var lokið varð ljóst að þessi vefsíða gæti orðið öðrum leikskólakennurum að góðu gagni til að finna hugmyndir að kraftmiklu og skapandi tónlistarstarfi. Markmiðið var að aðrir legðu til efni á síðuna, og reyndar hafa nokkrir gert það, en mikill meirihluti efnisins er útbúinn af sjálfri Birte, með dyggri aðstoð eiginmanns hennar, Baldurs Kristinssonar. Baldur sér um tæknihliðina á vefsíðunni og einstaka sinnum að leiðrétta íslensku hinnar dönsku Birte.

Það var alltaf ætlunin að efnið á vefsíðunni væri ókeypis fyrir alla, en á sama tíma þurfti að passa að aðrir eignuðu sér ekki efnið á síðunni eða reyndu að græða á því. Baldur, sem notar Linux og er hrifinn af opnum hugbúnaði, átti hugmyndina af því að nota Creative Commons til að geta tiltekið skilmála án þess að takmarka aðra notkun.

“Það er gott að einhver hafi lagt í þá vinnu að búa til svona fyrirfram tilbúin notkunarleyfi sem maður getur nýtt sér,” segir Birte.”Allar framfarir byggjast á frjálsri upplýsingamiðlun, og það er gott að hafa notkunarleyfi sem styðja hana í staðinn fyrir að hindra hana”.

“Allar framfarir byggjast á frjálsri upplýsingamiðlun”

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>