Creative Commons Ísland

Hvað er Creative Commons?
Creative Commons er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að gera okkur öllum auðveldara að skapa menningarlegar afurðir og njóta menningar okkar á stafrænu formi.

Creative Commons er safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverkin sín og með því leyfa öðrum að nota verkin svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir. Þeir sem vilja njóta hugverkanna geta þá með einföldum og myndrænum hætti séð hvernig má nota verkin.

Markmið skilmálanna er að auka notkun, sköpun og upplifun af hugverkum með því að skapa endurnýtanlegt og endurnjótanlegt hugverkasafn.

This entry was posted in Creative Commons. Bookmark the permalink.

Comments are closed.