Creative Commons Ísland

Hvað er Creative Commons?
Creative Commons er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að gera okkur öllum auðveldara að skapa menningarlegar afurðir og njóta menningar okkar á stafrænu formi.

Creative Commons er safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverkin sín og með því leyfa öðrum að nota verkin svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir. Þeir sem vilja njóta hugverkanna geta þá með einföldum og myndrænum hætti séð hvernig má nota verkin.

Markmið skilmálanna er að auka notkun, sköpun og upplifun af hugverkum með því að skapa endurnýtanlegt og endurnjótanlegt hugverkasafn.

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Robin Sloan – Dreifing er markmið leiksins

Robin Sloan

Robin Sloan veit að hefðbundna leiðin til útgáfu er hlaðin hindrunum og ein sú stærsta er ósýnileikinn. Þannig að höfundurinn á bakvið nokkrar smásögur og menningarbloggið Snarkmarket, sem býr í San Francisco, fór aðrar leiðir. Hann fékk styrki til að gefa út fyrstu skáldsögu sína, Annabel Scheme, með því að biðja um frjáls framlög á Kickstarter, heimasíðu sem hjálpar listamönnum og öðrum listamönnum að finna stuðningsaðila fyrir verkefni sín.

Til að efla stuðning við verkefnið, og svo að aðrir gætu afritað og dreift bók sinni bæði á stafrænu og hefðbundnu formi, lofaði hann að gefa bókina út undir Creative Commons leyfi. Annabel Scheme safnaði á endanum 10.000 dollurum meira en upprunalegt markmið Sloan‘s var og hlaut titilinn besta Kickstarter verkefni ársins 2009.

Sloan hvetur fólk hiklaust til að skapa frekari verk út frá sínu. „Ég vildi að fólk nýtti sér persónurnar og umgjörðina og að það gerði skapandi hluti með þeim. Creative Commons leyfið var meira en hlutlaust leyfi til þess, ég notaði það algjörlega til að hvetja til endursköpunar. Svona eins og blikkandi ljós sem segir „endilega endurskapaðu þetta!“.

Sloan hvatti aðdáendur sína til að nýta opið leyfi bókar sinnar og framleiða eins áhugaverðar endurskapanir og þeim dettur í hug. Þetta varð til þess að Annabel Scheme þemalagið varð til og mögnuð þrívíð endursköpun á þeirri hliðstæðu San Francisco borg sem birtist í bókinni.

Án Creative Commons segir Sloan að áskorunin um endursköpun hefði verið mun flóknari: „Ég hefði þurft að eyða meiri tíma í að finna út hvernig ég ætti að setja það fram og útskýra það. Það hefðu verið fleiri spurningar eins og „umm, bíddu, þannig að þegar ég endurskapa, hver á verkið?“.

Creative Commons hjálpar Robin meira en bara sem leyfi, þ.e. að komast í beint samband við „hóp mögulegra samverkamanna“, skapandi fólks sem heldur áfram að deila bókinni og endurskapa með öðrum. „Fyrir rithöfund á mínu sviði snýst allt um dreifingu. Hvert auka eintak sem ratar í nýjar hendur, á hvaða hátt sem er, er sigur fyrir mig“.

Aðferð Sloans virðist vera að virka. „Annabel Scheme heldur stöðugt áfram að fá nýja lesendur á netinu“ segir hann. „Í hverri viku eru tvít um hana og ég sé fleira fólk hlaða niður PDF skjalinu. Þau kaupa Kindle útgáfuna líka!“.

Posted in Creative Commons | Leave a comment

James Patrick Kelly

James Patrick Kelly

Upp úr skúffunni, áfram til lesenda

Hinn virti vísindaskáldsagna höfundur og handhafi Hugo og Nebula verðlaunanna, James Patrick Kelly hyggst gefa nýjustu bók sína fyrir ungt fólk, einn kafla í einu í formi Creative Commons hlaðvarpa. Ef eitthvað er að marka vinsældir síðustu bókar hans, Bruni(e. Burn), þá hefur hann fulla ástæðu til að trúa á þessa aðferð.

Áður en Kelly vann Nebula verðlaunin, birti hann Bruna hjá litlum hefðbundnum útgefanda og á heimasíðu sinni í formi ókeypis hlaðvarps, í von um það að lesendahópur hans myndi stækka. Svo uppgötvaði hann Creative Commons leyfin.

„Ég hafði gefið verk mín án endurgjalds á heimasíðu minni löngu áður en Creative Commons hóf starf sitt. Þegar vinur minn Cory Doctorow kynnti fyrir mér það sem Creative Commons var að gera, var það gríðarlegur léttir að vita af því að ég var ekki einn um það að skapa hina nýju stafrænu menningu og að nú höfðum við einhvern lagalegan grunn til að standa á“ segir Kelly.

Eftir að þúsundir fleiri hlustuðu á Bruna undir Creative Commons leyfinu heldur en lásu hana, var hlaðvarpið tilnefnt til Nebula verðlaunanna árið 2007 og varð fyrsta útgefna vísindaskáldsagan gefin út undir Creative Commons til að hljóta þau verðlaun. Á stundum var hlaðvarpið svo vinsælt að vefþjónar heimasíðu Kelly‘s hrundu undan álaginu: „Mig minnir að fjöldi einstakra niðurhala hafi verið yfir 15.000. Hefði litla skáldsagan mín fengið slíka viðurkenningu hefði ég ekki gefið hana út án endurgjalds? Ég held ekki“.

Þegar allt kom til alls hjálpaði það Kelly að koma nafni sínu á framfæri í netheimum, með notum á Creative Commons leyfum. „Það er trú mín að skaðlegustu óvinir höfunda í dag séu ekki útgefendurnir, þjófarnir eða þeir sem dreifa án leyfis – óvinurinn, í mínu tilfelli allavega, er ósýnileiki. Fyrir mér er Creative Commons leið til að koma sögunum sem ég er stoltur að hafa skrifað, út úr myrkrum skápa minna og undir ljós augu lesendanna. Nafn þitt og orðspor eru gjaldmiðill hinnar nýju stafrænu aldar“.

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Human Rights Watch

Human Rights Watch

Frá því á níunda áratugnum hefur Human Rights Watch flett ofan af réttindabrotum hvaðanæva í heiminum og birt þá í hlutlausum skýrslum sem eru lesnar af milljón manns. Rannsakendur þessara samtaka, sem hafa enga miðlæga stjórnun, eyða mörgum mánuðum í vettvangsrannsóknir til að safna upplýsingum um réttindabrot, hvort sem það sé hald og pyntingar manna grunaða um hryðjuverk á Indlandi eða mismunun gegn kynja minnihlutum í Íran. „Við greinum rétt frá því sem gerist í heiminum, ósíað af fjölmiðlum og hlutlaust, til að þrýsta á stjórnvöld og stofnanir að beita sér fyrir breytingum“ segir Grace Choi, útgáfustjóri Human Rights Watch.

Skýrslur hópsins eru aðgengilegar án endurgreiðslu, til niðurhals undir Creative Commons leyfi BY-NC-ND. „Við fengum reglulega beiðnir frá háskólum og bókasöfnum um afnot af efni okkar“ segir Choi, „Við töldum að nota Creative Commons væri góð leið til að byggja löglegan ramma til að leyfa þeim að gera það. Þetta er auðveldasta leiðin til að dreifa skýrslum okkar á sem einfaldastan máta“.

Human Rights Watch birtir á milli 90 og 100 skýrslna ár hvert, og nýlega gáfu þau út iPad smáforrit sem býður fólki aðgang að sama efni án endurgreiðslu. Samtökin eru dæmi um það hvernig raunverulega jákvæðar breytingar eru gerðar í heiminum og notkun þeirra á Creative Commons leyfum er lykilatriði í útbreiðslu þeirra til hluta heimsins þar sem innbundin eintök gætu mögulega ekki komist auðveldlega í dreifingu.

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Tiago Serra

Tiago Serra

Í júlí árið 2008, gáfu Grammy verðlaunahafarnir í hljómsveitinni Radiohead út tónlistarmyndband við lagið „House of Cards“. Það var framleitt án myndavéla. Í stað hefðbundins myndbands, báðu þeir Aaron Koblin, listamann sem vinnur sérstaklega með stafrænt efni, að búa til stafrænar þrívíðar myndir sem litu út eins og þær væru teknar úr gömlu sjónvarpi. Þeir gáfu svo út kóðann fyrir þessum myndrænu gögnum á Google Code síðunni undir BY-NC-SA leyfi Creative Commons.

Að veita aðgang að opna grunnkóðanum leiddi til óvæntra niðurstaðna. Portúgalski Samskiptahönnuðurinn Tiago Serra, tók kóðann og bjó til sett af hnitum og prentaði með þeim afsteypu af höfði Thom Yorke með ABS plasti í þrívíddarprentara, en til þess notaði hann opna Blender hugbúnaðinum.

Serra, sem er einn stofnenda hakkarýmis í Coimbra, Portúgal og aðdáandi Radiohead og Koblin – setti myndir og myndband af framleiðsluferlinu á Flickr og Vimeo. Hann setti þrívíddar hönnunina á Thingiverse, heimasíðu þar sem notendur deila stafrænum hönnunum fyrir áþreifanlega hluti. Kóðinn fyrir upprunalegu stafrænu gögnin voru undir leyfi CC BY-NC-SA og þar af leiðandi var vinna Serra það einnig.

Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann hóf tilraunastarfsemi með höfuð Yorkes, hefur Serra fylgst með því hvernig fólk leikur sér að verki sínu. „Ég tek alltaf upp verkferlið með ljósmyndum og myndbandi því mér finnst mikilvægt að deila því. Ég hef lært mikið með öðrum sem gera hið sama og mér finnst að ég verði að gefa til baka“.

Posted in Creative Commons | 1 Comment

Hver er framtíð listar og listamanna í óendanlegum straumi sköpunar?

Sunnudagskvöldið, 22. apríl, klukkan 20:00 verður haldin Creative
Commons hugvekja (á ensku CC salon) á efri hæð Ölsmiðjunnar, Lækjargötu
10 (litla hvíta húsið á móti MR).

Við munum í sameiningu velta fyrir okkur hvernig list og sköpun hefur og
mun taka breytingum þegar tæknin opnar á þátttöku allra. Hvernig geta
listamenn lifað af þegar markaðurinn og samkeppnin stækkar sífellt meira
og sífellt hraðar? Hvernig eiga listamenn að vekja eftirtekt og athygli
þegar 86400 klukkutímum af efni er hlaðið inn á YouTube á hverjum degi?
Hvaða áhrif hefur það á sköpun og höfundarétt þegar allir skapa og
dreifa verkum sínum um Netið?

Kristín Atladóttir, doktorsnemi í hagfræði, og Ólafur Arnalds,
tónlistarmaður hefja umræðurnar og hjálpa okkur að skoða spurninguna frá
mismunandi sjónarhornum.

Posted in CC hugvekja | 2 Comments

Mark “Frosty” McNeill – Dublab

Sagan af Dublab fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Að depra línur á skapandi hátt

Í kjarnann er Dublab netútvarps-kollektív, sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, en það hefur fundið köllun sína sem leiðandi skapandi hljóðmyndrænna endurblöndunarverkefna. Til dæmis störfuðu Dublab og Creative Commons saman í ágúst 2008, við verkefni sem kallaðist Into Infinity (ísl. Inn í eilífðina). Listamönnum um allan heim var boðið að gera listaverk á 12 tommu “ card stock” hringi(e. 12-inch card stock circles) eða gera 8 sekúndna hljóðlykkjur, og leggja til sköpunarverk sín í laug af efni með Creative Commons leyfum. Þessi innlegg urðu partur af alþjóðlegu listasýningunni Into Infinity, sem núna inniheldur verk fleiri en 150 myndlistamanna og 110 tónlistarmanna frá Portland, Ore til Berlín.

Into Infinity var sérstaklega vinsæl í Japan. Kotobuki Hikaru, listamaður í norðlægu borginni Sapporo, notaði efni úr þessari laug til að búa til borðtennisspaða með hljóðmyndrænum stjórntækjum og skynjurum sem kveiktu á mismunandi hljóðlykkjum í hvert sinn sem spaðinn hitti boltann. Plötusnúðakollektív frá Tókýó, sem kallast “Coffee and Cigarettes band”, gerðu 30 mínútna lifandi tónlistarflutning með því að nota hljóðlykkjur frá Into Infinity meðan myndbandasnúðurinn/kvikmyndagerðarmaðurinn DBKN bjó til nýja myndræna runu byggða á efni þáttarins. Síðan CC Japan gaf út Into Infinity iPhone og iPad app seinni hluta árs 2009 hefur því verið halað niður yfir 60.000 sinnum á heimsvísu. Meira en 18.000 endurblandanir hafa verið gerðar með appinu með því að nota 155 hljóðlykkjur og innsendri grafík.

Nýjasta verkefni Dublab er kvikmynd sem kallast Light from Los Angeles (ísl. Ljós frá Borg Englanna), sem sýnir 10 mismunandi tónlistarmenn og hljómsveitir spila efni með CC leyfum. Öll upptaka verður tekin upp með Superheadz Digital Harinezumi, agnarsmárri lág-upplausnar myndavél sem býr til örlítið depraðar draumkenndar myndir. Upptökurnar og tónlistin verður öll með CC leyfum og bókin, DVD diskurinn og platan verða til sölu. “Þetta er spennandi rannsókn á hvernig þú ferð í peningagróðaferðalag stutt af Creative Commons efni, “ segir einn af stofnendum Dublab, Mark “Frosty” McNeill.

Posted in Creative Commons | 1 Comment

Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir – Tungumálatorg

Sagan af Tungumálatorgi fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Tungumálatorg – tungumalatorg.is – hefur það markmið að styðja við nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf með upplýsingamiðlun, efni, ráðgjöf og samskiptum um netið. Tilgangur þess er að auka samskipti skólastofnana, kennara, foreldra og ráðgjafa um málefni er varða skólastarf. Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir tvíverknað með því að samræma vinnu, samnýta efni og nýta betur krafta aðila er tengjast viðfangsefninu víða um land. Á þann hátt er hægt að spara fjármuni, auka aðgengi að hagnýtu stoðefni, efla kennara í starfi og umfram allt tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á. Torgið hefur verið byggt upp með þátttöku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Menntasviðs Reykjavíkurborgar, stofnana, sjóða og fjölmargra einstaklinga.

Tungumálatorgið er opinn vettvangur í mótun sem fjölmargir hafa komið að. Frá því að torgið opnaði í nóvember 2010 hafa nýir vefir bæst við torgið, margvísleg verkefni verið unnin, nýtt námsefni sett upp, notendum hefur fjölgað og umferð hefur aukist. Hugmyndafræði Creative Commons rímar vel við tilgang og leiðarljós torgsins og því var ákveðið að leggja áherslu á að merkja efni torgsins með Creative Commons leyfum.

Allir þátttakendur í starfssamfélagi torgsins eru hvattir til að nýta leyfin og lögð er áhersla á að kynna þau á námskeiðum og fræðslufundum er tengjast torginu. “Með þessari áherslu höfum við séð mörg dæmi um að þátttakendur endurskoði eigin viðhorf og umgengni um höfundarréttarvarið efni á netinu,” segir Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs. ”Enn vantar nokkuð upp á að skólasamfélagið þekki Creative Commons leyfin og því er ákaflega mikilvægt að kynna og breiða út þekkingu á þeim. Þetta má til dæmis gera með því að umfjöllun um höfundarrétt og Creative Commons leyfin verði hluti af námskrá og námsefni skólanna.”

Fyrir Tungumálatorgið eru Creative Commons leyfin og hugmyndafræðin sem þau byggja á afar mikilvæg því þau styðja við hugmyndina um að dreifa, deila og þróa áfram hugmyndir og efni í víðu samhengi. “Í raun má segja að Creative Commons leyfin séu mikilvæg fyrir nútímalegt skólastarf og skólaþróun í landinu,” segir Þorbjörg.

Posted in Creative Commons | 1 Comment

Sylvain Zimmer – Jamendo

Sagan af Jamendo fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Að gera tónlistarfólk markaðsvænna

Þegar tónlistarmaðurinn Sylvain Zimmer frá Lúxemborg gerði sér grein fyrir því að það væri engin góð lögleg leið til að deila tónlist á netinu með vinum sínum, ákvað hann að búa til eina. Árið 2004 stofnuðu hann og tveir aðrir Jamendo, einstakan vefverkvang sem leyfir tónlistarfólki að gera tónlist sína aðgengilega með Creative Commons leyfum fyrir hvern þann sem langar til að hlusta á hana. Fyrirtækið styðst við svokallað “freemium” módel, þannig að allt efni er ókeypis fyrir almenning, en síðan rukkar það fyrir að nota efnið á annan hátt en Creative Commons leyfin segja til um. Jamendo skiptir ágóðanum í helminga á móti tónlistarfólkinu.

Í dag eru fleiri en 40.000 plötur fáanlegar á Jamendo í formi ókeypis laga með Creative Commons leyfum sem hægt er að hala niður löglega. Tónlistarfólk hleður upp hundruðum nýrra laga á hverjum degi. Jamendo hefur fleiri en 5.000 viðskiptavini á heimsvísu, þar á meðal viðskiptavini sem greiða fyrir leyfi íhagnaðarskyni til að nota tónlist í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum.

Niðurstaðan fyrir margt tónlistarfólk hefur verið mjög aðdáunarverð. Barcelona búsetti instrumental tónlistarmaðurinn Roger Subirana Mata byrjaði á Jamendo árið 2008. Síðan hefur verið hlustað á lögin hans yfir 600.000 sinnum og hefur hann gengst inn í fleiri en 300 leyfi við viðskiptavini í hagnaðarskyni. “Þótt það virðist mótsagnarkennt, hefur það að hafa tónlist með Creative Commons leyfum gert tónlistina mína markaðsvænni, viðskiptavænni og þekktari heldur en þegar hún var innan hefðbundins viðskiptaramma,” skrifaði Mata á Jamendo bloggið.

Meðstofnandi Jamendo, Pierre Gerard, segir að Creative Commons sé grunnurinn fyrir velgengni fyrirtækisins. “Við viljum að tónlistarfólk sjái Creative Commons leyfin, Jamendo og hugmyndin um ókeypis tónlist sé raunverulegur og heillavænlegur valmöguleiki fyrir tónlistardreifingu.”

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Pawel Bartoszek – pabamapa

Sagan af pabamapa.com fyrir The Power of Open þýðingarverkefnið (sjá fyrri færslu).

Vefsíðan pabamapa.com sérhæfir sig í myndrænni framsetningu gagna, til dæmis með landakortum eða öðru sem þykir henta. Síðan opnaði í september 2011 og meðal þeirra áhugaverðu verkefna sem fengist hefur verið við er íbúaþéttleiki og kort sem sýnir vinsælustu strætóstoppistöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Höfundurinn, Pawel Bartoszek er íslenskur stærðfræðingur af pólskum uppruna og hefur meðal annars starfað sem kennari við Háskóla Reykjavíkur, sat í Stjórnlagaráði og skrifar vikulegar greinar í Fréttablaðið.

Segja má að að blanda af hugmyndafræði, leti og félagsfælni hafi ráðið því að Pawel fór að notast við Creative Commons leyfi. “Það er gríðarlega tímafrekt að afla leyfis fyrir hverja einustu mynd, eða töflu sem menn hyggjast nota og frá mér séð kom það aldrei til greina að vera á gráu svæði með notkun á slíkum gögnum. Það tekur því einfaldlega skemmri tíma að nota CC-efni”, segir Pawel “Á sama hátt met ég það mér til hagsbóta á þessum stað í rekstrinum að það efni sem ég sendi frá mér fari sem víðast og að fólk geti notað myndir frá pabamapa án þess að biðja um leyfi. Leyfin henta mér því bæði sem þiggjanda og sem höfundi”.

Pabamapa nýtir sér oftast CC-BY-SA 3.0. Vefsíðan er tekjulind fyrir Pawel svo hann notar alltaf efni sem leyfir notkun í hagnaðarskyni. Hann þurfti meðal annars leyfi sem gerði mögulegt að nota myndir annarra og breyta þeim. “Þannig að það efni sem fæ frá öðrum, og hafa þetta leyfi, þarf að skila áfram með þannig sama leyfi. En ég nota þetta leyfi einnig fyrir það efni sem ég framleiði sjálfur frá grunni. Það er náttúrlega bara “creative common sense”, mér líka þessi leyfi og ég vil að þau fari sem víðast”.

Pawel segir að lokum halda að CC-leyfin séu auðskiljanleg og henti vel fyrir dýnamískt umhverfi internetsins. “Ég myndi gjarnan sjá þau dafna, til dæmis í tónlist, því að ég held að fyrir þorra þeirra sem eru að skapa eitthvað í dag eru þetta leyfin sem henti best”.

Posted in Creative Commons | Leave a comment

Birte Harksen – Börn og tónlist

Sagan af vefsíðunni bornogtonlist.net.

Frjálsar upplýsingar um tónlistarstarf fyrir leikskólabörn

Vefsíðan og hugmyndabankinn http://bornogtonlist.net varð til upp úr þróunarverkefninu “Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskólum” sem Birte Harksen fékk styrk til frá Þróunarsjóði leikskóla árið 2007-8 og aftur 2008-9. Verkefnið gekk út á að finna leiðir til að auka fjölbreytni í tónlistarstarfi í leikskólum og fella það betur inn í hið almenna starf. Auk þess var markmiðið að miðla upplýsingum og hugmyndum varðandi þetta til leikskólakennara og annarra sem starfa með börnum. Á vefsíðunni má m.a. finna upplýsingar um hljóðfæri, leiki, dansa, sögur og tónlist, allt sérstaklega gert fyrir leikskólabörn.

Eftir að þróunarverkefninu var lokið varð ljóst að þessi vefsíða gæti orðið öðrum leikskólakennurum að góðu gagni til að finna hugmyndir að kraftmiklu og skapandi tónlistarstarfi. Markmiðið var að aðrir legðu til efni á síðuna, og reyndar hafa nokkrir gert það, en mikill meirihluti efnisins er útbúinn af sjálfri Birte, með dyggri aðstoð eiginmanns hennar, Baldurs Kristinssonar. Baldur sér um tæknihliðina á vefsíðunni og einstaka sinnum að leiðrétta íslensku hinnar dönsku Birte.

Það var alltaf ætlunin að efnið á vefsíðunni væri ókeypis fyrir alla, en á sama tíma þurfti að passa að aðrir eignuðu sér ekki efnið á síðunni eða reyndu að græða á því. Baldur, sem notar Linux og er hrifinn af opnum hugbúnaði, átti hugmyndina af því að nota Creative Commons til að geta tiltekið skilmála án þess að takmarka aðra notkun.

“Það er gott að einhver hafi lagt í þá vinnu að búa til svona fyrirfram tilbúin notkunarleyfi sem maður getur nýtt sér,” segir Birte.”Allar framfarir byggjast á frjálsri upplýsingamiðlun, og það er gott að hafa notkunarleyfi sem styðja hana í staðinn fyrir að hindra hana”.

“Allar framfarir byggjast á frjálsri upplýsingamiðlun”

Posted in Creative Commons | Leave a comment